Skip to content

Skólanámskrá er nánari útfærsla skólans á Aðalnámskrá grunnskóla og felur í sér allar upplýsingar og áætlanir sem snerta skólastarfið og framkvæmd þess. Skólanámskrá Vesturbæjarskóla er fimmþætt. Í fyrsta lagi er starfsáætlunin sem inniheldur stefnu skólans, allar áætlanir og verklagsreglur sem skólinn starfar eftir og upplýsingar varðandi skólaárið. Í öðru lagi er handbók starfsmanna sem hefur að geyma allar helstu upplýsingar um starfshætti til að tryggja samræmt vinnulag innan skólans. Í þriðja lagi er almennur hluti skólanámskrár þar sem finna má upplýsingar um skólastarfið ár hvert eins og kennara í árgöngum og lýsingu á skóladeginum. Í fjórða lagi er yfirlit viðmiða þar sem gerð er grein fyrir markmiðum námssviða eftir árgöngum. Í fimmta lagi eru kennsluáætlanir þar sem inntaki námsins og námsmati er lýst sem gefa kennurum, nemendum og foreldrum yfirsýn um það sem fengist er við í kennslunni.