Skip to content

Í skólanum er löng hefð fyrir valtímum. Markmið þessara tíma er að veita nemendum tækifæri til að vinna fjölbreytt verkefni. Það reynir á sjálfstæði og sjálfsaga nemenda að kynna sér fyrirmæli á hverju valsvæði og vinna verkefnið eins og til er ætlast. Vinna á valsvæðum gerir jafnframt kröfur um samskipti og samstarf því þá blandast tveir til þrír árgangar á valsvæðum. Kennarar undirbúa sérstök verkefni á svæðin út frá markmiðum Aðalnámskrár.

Markmið með vali

  • Að skapa aðstæður fyrir frjótt, skapandi starf, verklega færni, nýsköpun og frumkvöðlanám þar sem hvatt er til frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum og hagnýtingu í skólastarfi og daglegu lífi.
  • Að gefa nemendum tækifæri á að dýpka þekkingu sína, víkka sjóndeildarhringinn í samræmi við áhuga þeirra og þeim fyrirbærum sem þeir fást við í námi sínu.
  • Að efla sjálfstæði og sjálfsaga nemenda.
  • Að nemendur geti unnið að fjölbreyttum verkefnum sem krefjast þess að nemandinn samþætti þekkingu sína og leikni tengi hana daglegu lífi, áhugamálum og samskiptum við annað fólk.
  • Að nemendur læri að vinna saman og bera virðingu fyrir mismunandi skoðunum hvers annars.

 

Viðmið um hæfni

Að nemandi:

  • fái tækifæri til að hafa áhrif á og bera ábyrgð á sínu eigin námi.
  • geti unnið með öðrum og lagt sitt af mörkum í samstarfið sem tengist námi.
  • átt jákvæð og árangursrík samskipti við aðra.
  • öðlist fjölbreytilega hæfni með því að fást við mismunandi viðfangsefni sem tengja má starfsumhverfi og daglegu lífi.
  • geti tekið leiðsögn og uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt.