Skip to content

Í 3. Gr. reglugerðar Menntamálaráðuneytisins 658/2009 stendur að hver grunnskóli skal með kerfisbundnu innra mati leggja mat á árangur og gæði skólastarfs. Samkvæmt viðmiðum um innra mat eiga skólar að velja sér viðfangsefni út frá stefnu og markmiðum, þar sem metið er hvort og að hve miklu leyti markmið hafa náðst og meta þarf alla helstu þætti starfsins.

Innra mat er fagleg ígrundun og greining á gögnum um skólastarfið þar sem mat er lagt á hversu vel tekst að ná þeim gæðum og þeim árangri sem stefnt er að út frá fyrirfram ákveðnum viðmiðum. Matið gerir skólum kleift að kynnast starfi sínu vel og að finna bestu leiðirnar til umbóta fyrir nemendur. Unnið er út frá eftirfarandi spurningum:

  • Hversu vel stöndum við okkur?
  • Hvernig vitum við það?
  • Hverjir eru okkar styrkleikar og hvaða þætti þurfum við að bæta?
  • Hvað þurfum við að gera til að verða enn betri?