Skip to content
Vesturbæjarskóli

Velkomin á heimasíðu

Vesturbæjarskóla

Vesturbæjarskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. - 7. bekk. Skólinn var stofnaður árið 1958 og var honum fundinn staður í bráðabirgðahúsnæði í gamla Stýrimannaskólanum að Öldugötu 23.  Hönnun nýs skóla hófst í ársbyrjun 1984. Arkitekt var Ingimundur Sveinsson. Framkvæmdir hófust síðan 1986 á lóðinni á mótum Framnesvegar, Sólvallagötu og Vesturvallagötu, sem hafði verið frátekin fyrir skóla allt frá 1960. Nýr Vesturbæjarskóli tók til starfa árið 1988. Haustið 1999 var byggt við skólann og var þá hægt að einsetja skólann. Haustið 2018 var tekin í notkun önnur viðbygging með sjö kennslustofum og hátíðarsal. Skólinn fagnaði 60 ára afmæli sínu árið 2018.

Í Vesturbæjarskóla er leitast við að koma til móts við mismunandi þarfir einstaklingsins með því að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti og námsefni.  Lögð er áhersla á samvinnu nemenda og kennara í teymiskennslu. Lögð er áhersla á sveigjanlega stundaskrá, einstaklingsmiðað nám og stuðning inni í almennum bekkjum. Námsmat er einstaklingsmiðað og á að vera hvetjandi fyrir nemendur og lýsandi fyrir foreldra. Í Vesturbæjarskóla er áhersla lögð á að skapa nemendum þroskavænlegt- og námshvetjandi umhverfi og tengja list- og verkgreinar sem mest öðrum námsgreinum.

Stjórnendur skólans

Skólastjóri: Margrét Einarsdóttir - margret.e@rvkskolar.is

Aðstoðarskólastjóri: Þóra Björk Guðmundsdóttir - thora.bjork.gudmundsdottir@rvkskolar.is

Deildarstjóri stoðþjónustu: Hrefna Birna Björnsdóttir - hrefna.birna.bjornsdottir@rvkskolar.is

Deildarstjóri: Guðlaug Elísabet Finnsdóttir - gudlaug.elisabet.finnsdottir@rvkskolar.is