Skip to content

Skýrsla réttindaráðs

Á hverju ári tekur réttindaráð saman þau helstu verkefni sem unnin hafa verið á árinu í skýrslu réttindaráðs. Í ár voru haldnir 16 formlegir réttindaráðsfundir en mun meiri vinna hefur farið fram fyrir utan fundartíma. Helstu verkefni vetrarins fyrir utan réttindaráðsfundi voru barnaþingið sem við héldum í nóvember, barnaréttindabingóið sem við sendum heim, nafnakosningin fyrir skólakisa, matarsóunarverkefnið, þátttaka í heimsins mikilvægasta kvöldi og göngurnar um hverfið þar sem börnin kynntu barnasáttmálann í hinum ýmsu verslunum og stofnunum. Hugmyndakassinn er alltaf staðsettur á Skólatorgi þar sem börn geta sett í hugmyndir sem þau hafa til að gera skólann okkar betri.

Reglan er að hægt sé að vera í réttindaráði í tvö ár í senn. Á næsta ári fá fleiri börn tækifæri á að bjóða sig fram í réttindaráð og önnur víkja sem hafa setið í ráðinu í tvö ár. Við kveðjumst því formlega í haust og ný börn læra að vera í réttindaráði af þeim reynslumeiri.

Gleðilegt sumar