Spennandi verkefni í textíl

Börnin á miðstigi hafa verið að gera ýmsar tilraunir með litun og textíl hjá Lindu Húmdísi.
Sólarlitun í 5. bekk. Leikur að ljósi og skugga með því að nota þurrkuð laufblöð og gróft salt. Notaður þar til gerður „framköllunar-litur“.
Jurtalitun í 6. bekk. Tilraunir með litun á efni og garni með jurtum og blómum, ferskum og þurrkuðum.
Shibori litun í 7. bekk. Efnið er brotið á sérstakan hátt og litað með fatalit. Þá sauma krakkarnir tösku og skreyta hana með Shibori myndinni.