Skip to content

Markmið með móttökuáætlun nýrra nemenda er að allir nemendur fái hlýjar móttökur og skýrar upplýsingar.  Foreldrar og nemandi eru boðuð í skólann til kynningar áður en kennsla hefst. Skólastjórnandi leiðir nemandann og foreldra hans um skólann og kynnir þeim húsnæðið og skólastarfið. Leitast er við að kynna nemandann fyrir verðandi umsjónarkennara. Við komu nýs nemanda í bekk er sérstaklega stuðlað að því að hann tengist þeim sem fyrir eru og er þá einum eða nokkrum nemendum falið það hlutverk að fylgja honum um skólann fyrstu dagana og bjóða honum að vera með í frímínútum. Þegar nemandi byrjar í skólanum á miðjum vetri er nauðsynlegt að afla ákveðinna upplýsinga frá foreldrum sem gagnast nemandanum að aðlagast nýju umhverfi og kennaranum að koma til móts við þarfir hans.

Hlutverk stjórnanda/umsjónarkennara

 • Afla upplýsinga um nemandann almennt, námsgengi, (m.a. athuganir og greiningar) félagslega stöðu, skólagöngu hingað til.
 • Afla upplýsinga um heilsufar, trúarbrögð, tengsl við aðra nemendur í skólanum og annað.
 • Gera grein fyrir skólastefnu og skólabrag.
 • Benda á upplýsinga um skólareglur og samskiptareglur heimila og skóla á heimasíðu.
 • Benda á upplýsingar um, skóladagatal, námskrá árganga og skólanámskrá á heimasíðu skólans.
 • Afhenda og fara yfir stundatöflu.
 • Upplýsingar um sund og íþróttakennslu.
 • Veita upplýsingar um almenn atriði svo sem klæðnað í íþróttum og nestismál.
 • Veita upplýsingar um boðleiðir innan skólans, ræða tilkynningar á forföllum og beiðnir um leyfi fyrir nemendur.
 • Upplýsingar um frístund- Skýjaborgir, Frostaskjól og Frosta.
 • Tryggja að neyðarkort sé fyllt rétt út og koma því til skila til ritara og athuga hvort allar nauðsynlegar upplýsingar um barnið séu réttar og til staðar.
 • Kynna lög um persónuvernd.

Hlutverk umsjónarkennara

 • Setja nemandann í sérgreinahóp og láta sérgreinakennara vita.
 • Segja bekkjarfélögum frá komu nýs nemanda og virkja þá til að leiðbeina honum og auðvelda aðlögun í skólanum.
 • Sjá um í samráði við húsvörð að húsgögn séu til staðar fyrir nemandann.
 • Bæta foreldrum í facebook hóp árgangsins og láta foreldra vita af nýjum nemanda.