Samkvæmt reglugerð nr. 38/1996 er hlutverk nemendaverndarráðs að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur. Í nemendaverndarráði sitja skólastjóri, deildarstjóri stoðþjónustu, sálfræðingur, kennsluráðgjafi og hjúkrunarfræðingur skólans. Fundir nemendaverndarráðs eru tvisvar í mánuði og geta kennarar vísað þangað skriflega málum einstakra nemenda eða hópa. Nemendaverndarráð leitar lausna og úrræða og metur hvort þörf sé á frekari umfjöllun. Nemendaverndarráð skiptir með sér verkum og hefur deildarstjóri stoðþjónustu umsjón með að skrá fundagerð og halda utan um skipulag fundanna. Öll mál sem tekin eru fyrir hjá nemendaverndarráði eru trúnaðarmál.
Nemendaverndarráð
Margrét Einarsdóttir, skólastjóri
Hrefna Birna Björnsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu
Halla Rut Halldórsdóttir, sálfræðingur í þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða
Skólahjúkrunarfræðingur