Skip to content

Skóli fyrir alla

Vesturbæjarskóli er skóli fyrir alla og þar fá börn einstaklingsmiðað nám. Gert ráð fyrir því að börnin stundi nám sitt í sínum námshópi með eða án stuðnings. Stuðningur getur einnig farið fram utan námshóps. Öll börn eru velkomin í Námsver en þar er boðið upp á fjölbreyttan stuðning í samráði við umsjónarkennara og stoðkennara.

Lagðar eru fyrir skimanir og kannanir fyrir hvern árgang til að greina stöðu nemenda. Mat á þörf einstakra nemenda fyrir sérstakan stuðning  sem kallar á  breytingu á innihaldi náms, kennsluaðferðum og/eða kennsluaðstæðum fer fram í samráði við foreldra. Í einstaka tilfellum er þörf á einstaklingsnámskrá til að bæta nám og/eða  líðan nemenda.

Deildarstjóri stoðþjónustu ber ábyrgð á að hún sé unnin í samvinnu  við umsjónarkennara, þroskaþjálfa og aðra fagaðila eftir atvikum. Deildarstjóri stoðþjónustu er tengiliður skólans við Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð veitir sérfræðiþjónustu og ráðgjöf til kennara, foreldra og nemenda. Í Vesturbæjarskóla leggjum við áherslu á að nemendum líði vel í skólanum og þeir geti óhikað beðið um aðstoð við nám, samskipti og  önnur þau mál sem á þeim brenna.