Skip to content

Sumardagur

Í dag héldum við fyrsta samsönginn okkar frá því skólinn byrjaði aftur við mikla gleði nemenda og starfsmanna. Því miður gátu foreldrar ekki verið með okkur að þessu sinni en við hlökkum til að fá þá aftur á samsöng.

Veðrið lék við okkur í dag og tónmenntahóparnir nýttu sér pallinn okkar og sátu úti í góða veðrinu og sungu.

2. og 6. bekkur fóru í ratleik í Hljómskálagarðinum og áttu þar saman skemmtilega stund.

Nemendur nutu þess að læra úti og inni og var nóg um að vera á skólalóðinni í allan dag.