Skip to content

Thai Chi, skólahlaup og just dance í lok heilsuviku

Í yndislegu veðri í dag fórum við öll saman í Thai Chi undir stjórn Hectors okkar matráðs úr skólaeldhúsinu. Hector kann ýmislegt fyrir sér og þegar hann er ekki í eldhúsinu að undirbúa matinn kennir hann til dæmis karate.

 


Tai chi er æfingakerfi þar sem tengdar eru saman hægar, mjúkar og flæðandi hreyfingar, hugleiðsla og öndunartækni. Líkaminn er á stöðugri hreyfingu og því er tai chi stundum kallað "hugleiðsla með hreyfingu".

Þar sem gátum ekki boðið foreldrum að taka þátt í okkar árlega skólahlaupi ákváðum við að fara með 1. og 4. bekk í just dance á Sólvöllum og hlaupa með börnin í 5. – 7. bekk.