Tómstundir í boði

Forritunarnámskeið í Vesturbæjarskóla

Námskeið í Scratch forritun fyrir 5.-7. bekk verður haldið dagana 7. - 8. apríl frá 13:00 - 16:00.

Scratch tólið er eitt vinsælasta verkfærið til að kenna börnum grunnatriði forritunar með grafísku viðmóti.

Námskeiðsgjald er 6.000 kr.

Námskeiðið er haldið af Kóder sem eru félagasamtök sem stefna að því að gera forritun aðgengilega fyrir börn og unglinga úr öllum þjóðfélagsstigum. Þátttakendur þurfa ekki að eiga eigin tölvu til að taka þátt. Kóder kemur með vinnustöðvar fyrir alla.

Athugið að námskeiðið verður haldið með fyrirvara um næga þátttöku sem eru 15 skráningar. Ef lágmarksþátttaka næst ekki verður námskeiðsgjald endurgreitt að fullu.

Frekari uppl. er hægt að finna hér

Prenta | Netfang

FRÁBÆR LEIKLISTARNÁMSKEIÐ LEYNILEIKHÚSSINS AÐ HEFJAST Í VESTURBÆJARSKÓLA FYRIR 1.-10. BEKK

Í Leynileikhúsinu er unnið sérstaklega með sköpunarkraft, spuna og leikgleði. Farið er í
grunnatriði leiklistar með hjálp leikja og æfinga. Lögð er áhersla á mikilvægi
persónusköpunar, að gefa skýr skilaboð, hlustun, einbeitingu og samvinnu.
Eftir hverja önn hafa aðstandendur haft samband við okkur og sagt frá auknu sjálfstrausti
barna sinna eftir leiklistarnámskeið Leynileikhússins. Leiklist eykur samskiptahæfni,
núvitund og sköpunarkraft barna. Í Leynileikhúsinu er leikgleðin ávallt höfð að leiðarljósi.

leynileikhúsið

Nánari upplýsingar um námskeiðin í Vesturbæjarskóla:

Kl. 17.00-18.00 / 1. - 2. bekkur
Almennt námskeið á föstudögum / hefst 2. feb.

Kl. 17.00-18.00 / 2. - 4. bekkur
Almennt námskeið á föstudögum / hefst 2. feb.

Kl. 18.00-19.00 / 3. - 5. bekkur
Almennt námskeið á föstudögum / hefst 2. feb.

Kl. 19.00-20.00 / 5. - 8. bekkur
Almennt námskeið á föstudögum / hefst 2. feb.

Kl. 18.00-19.30 / 8. - 10. bekkur / föstudagar
Unglinga-námskeið / ath: lengri tími / hefst 2.feb

Kennt er einu sinni í viku í 1 klst. í senn í skólanum (matsal, íþróttasal og kennslustofu eftir
hentugleika) en í lok annarinnar eru 11. og 12.tími kenndir saman og enda með sýningu í
leikhúsi. Ungu leikararnir fá búning og leikhúsförðun og aðstandendur geta komið og séð
börnin blómstra á alvöru leiksviði. Lokasýningin er alfarið byggð á spuna og sköpunarkrafti
nemenda en kennari aðstoðar til að allir fá að njóta sín á sinn hátt.

Á önninni er unnið sérstaklega með hlutverkaleiki og samvinnuæfingar. Lögð er áhersla á að
börnin fái tækifæri til að líkamgera ímyndunarafl sitt, læri hlustun, fái listræna og líkamlega
útrás og þjálfist í aga til að samvinnan skili sér í skemmtilegum leikritum og allir fá tækifæri
til að blómstra.

Allir kennarar Leynileikhússins eru starfandi sviðslistamenn með háskólamenntun í leiklist
og góða reynslu af leiklistarkennslu og vinnu með börnum.

Skráning á vorönn 2018 er hafin á heimasíðu okkar www.leynileikhusid.is.
Námskeiðsgjald fyrir almennt námskeið er kr. 31.700.- og fyrir unglinganámskeið
37.900.-. Allur kostnaður er innifalinn í verðunum. Leynileikhúsið tekur á móti
tómstundastyrkjum bæjarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Aðeins 12 nemendur eru í hverjum
hópi.

Á heimasíðunni er hægt að nálgast nánari upplýsingar um námskeiðin. Við tökum
einnig við fyrirspurnum í gegnum netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 864-9373.

Við hlökkum til að sjá ykkur,
bestu leikgleðikveðjur;
Leynileikhúsið.

Prenta | Netfang

Kínverska

Konfúsíusarstofnun mun bjóða upp á kínverskunámskeið á laugardagsmorgnum á milli kl.10:00-11:15 í vetur.

Námskeiðið er ætlað grunnskólanemendum sem eru með smá grunn í kínversku og vilja bæta við sig. Á námskeiðinu verður bæði lögð áhersla á talaða mandarín kínversku sem og ritun kínverskra tákna.

Kennt verður í Veröld - húsi Vigdísar við Háskóla Íslands og kennari verður Þorgerður Anna Björnsdóttir.

Námskeiðið verður 10 skipti og hefst laugardaginn 30.september kl.10:00.

Námskeiðsgjald er 10.000 krónur og innifalið í því eru öll námsgögn sem notuð verða.

Skráningar sendist á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Prenta | Netfang

Allir að sippa, það er æðislega gaman!

Rope skipping – Sippuband æfingar að hefjast

Að æfa sippuband er vel þekkt íþrótt um allan heim. Sippuband er frábær leið til góðrar þjálfunar og hamingjusömu lifi.

Allir eru velkomnir í þessa nýjung sem verður í Melaskóla á miðvikudögum og föstudögum frá 16:30-18:00. Æfingar býrjar 06/09/2017.

Frekari upplýsingar og skráningu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it./788-1847

Skoðaðu þetta website fyrir hugmyndir: https://www.youtube.com/watch?v=PUWg7fXnCf0

Verðskrá: 5.000,- ISK/mánuði                 

                                            Zita - íþróttakennari, Melaskóli

Prenta | Netfang

TÓNLISTARNÁM Í SKÓLAHLJÓMSVEIT VESTUR OG MIÐBÆJAR.

     Skolahljomsveit 2017        Hljómskalinn 2017

Kennt  er á eftirfarandi hljóðfæri: Þverflautu, klarínett, saxófón, trompett, Fhorn, básúnu, baritonhorn, túbu og slagverk. Námsgjöld eru 27.350 fyrir árið, auk hljóðfæragjalds sem er 8.300, ef nemandi þarf að leigja hljóðfæri. Til að komast í námið þarf að sækja um á Rafrænni Reykjavík á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar gefur Lárus Halldór Grímsson í síma: 861 4661.

Í hljómsveitinni eru u.þ.b. 130 nemendur í þremur til fjórum sveitum. Hljómsveitin hefur verið starfrækt í rúm 60 ár og hefur haft sínar samæfingar nánast öll árin í hinu sögufræga húsi, Hljómskálanum við Tjörnina. Einkatímarnir fara fram í grunnskóla hvers nemenda, oftast á skólatíma. Skólarnir sem S.V.o.M þjónar eru: Melaskóli, Grandaskóli, Vesturbæjarskóli, Austurbæjarskóli, Hagaskóli, Háteigsskóli og Hlíðaskóli.

Mörg börn hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveitar Íslands og annara þekktra tónlistarmanna eru og hafa verið nemendur í skólahljómsveitinni síðastliðin ár. Einnig hafa nokkrir af meðlimum “Sinfóníunnar” stigið sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni í Skólahljómsveit Vestur og Miðbæjar.

Prenta | Netfang