FRÁBÆR LEIKLISTARNÁMSKEIÐ LEYNILEIKHÚSSINS AÐ HEFJAST Í VESTURBÆJARSKÓLA FYRIR 1.-10. BEKK

Í Leynileikhúsinu er unnið sérstaklega með sköpunarkraft, spuna og leikgleði. Farið er í
grunnatriði leiklistar með hjálp leikja og æfinga. Lögð er áhersla á mikilvægi
persónusköpunar, að gefa skýr skilaboð, hlustun, einbeitingu og samvinnu.
Eftir hverja önn hafa aðstandendur haft samband við okkur og sagt frá auknu sjálfstrausti
barna sinna eftir leiklistarnámskeið Leynileikhússins. Leiklist eykur samskiptahæfni,
núvitund og sköpunarkraft barna. Í Leynileikhúsinu er leikgleðin ávallt höfð að leiðarljósi.

leynileikhúsið

Nánari upplýsingar um námskeiðin í Vesturbæjarskóla:

Kl. 17.00-18.00 / 1. - 2. bekkur
Almennt námskeið á föstudögum / hefst 2. feb.

Kl. 17.00-18.00 / 2. - 4. bekkur
Almennt námskeið á föstudögum / hefst 2. feb.

Kl. 18.00-19.00 / 3. - 5. bekkur
Almennt námskeið á föstudögum / hefst 2. feb.

Kl. 19.00-20.00 / 5. - 8. bekkur
Almennt námskeið á föstudögum / hefst 2. feb.

Kl. 18.00-19.30 / 8. - 10. bekkur / föstudagar
Unglinga-námskeið / ath: lengri tími / hefst 2.feb

Kennt er einu sinni í viku í 1 klst. í senn í skólanum (matsal, íþróttasal og kennslustofu eftir
hentugleika) en í lok annarinnar eru 11. og 12.tími kenndir saman og enda með sýningu í
leikhúsi. Ungu leikararnir fá búning og leikhúsförðun og aðstandendur geta komið og séð
börnin blómstra á alvöru leiksviði. Lokasýningin er alfarið byggð á spuna og sköpunarkrafti
nemenda en kennari aðstoðar til að allir fá að njóta sín á sinn hátt.

Á önninni er unnið sérstaklega með hlutverkaleiki og samvinnuæfingar. Lögð er áhersla á að
börnin fái tækifæri til að líkamgera ímyndunarafl sitt, læri hlustun, fái listræna og líkamlega
útrás og þjálfist í aga til að samvinnan skili sér í skemmtilegum leikritum og allir fá tækifæri
til að blómstra.

Allir kennarar Leynileikhússins eru starfandi sviðslistamenn með háskólamenntun í leiklist
og góða reynslu af leiklistarkennslu og vinnu með börnum.

Skráning á vorönn 2018 er hafin á heimasíðu okkar www.leynileikhusid.is.
Námskeiðsgjald fyrir almennt námskeið er kr. 31.700.- og fyrir unglinganámskeið
37.900.-. Allur kostnaður er innifalinn í verðunum. Leynileikhúsið tekur á móti
tómstundastyrkjum bæjarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Aðeins 12 nemendur eru í hverjum
hópi.

Á heimasíðunni er hægt að nálgast nánari upplýsingar um námskeiðin. Við tökum
einnig við fyrirspurnum í gegnum netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 864-9373.

Við hlökkum til að sjá ykkur,
bestu leikgleðikveðjur;
Leynileikhúsið.

Prenta | Netfang