Forritunarnámskeið í Vesturbæjarskóla

Námskeið í Scratch forritun fyrir 5.-7. bekk verður haldið dagana 7. - 8. apríl frá 13:00 - 16:00.

Scratch tólið er eitt vinsælasta verkfærið til að kenna börnum grunnatriði forritunar með grafísku viðmóti.

Námskeiðsgjald er 6.000 kr.

Námskeiðið er haldið af Kóder sem eru félagasamtök sem stefna að því að gera forritun aðgengilega fyrir börn og unglinga úr öllum þjóðfélagsstigum. Þátttakendur þurfa ekki að eiga eigin tölvu til að taka þátt. Kóder kemur með vinnustöðvar fyrir alla.

Athugið að námskeiðið verður haldið með fyrirvara um næga þátttöku sem eru 15 skráningar. Ef lágmarksþátttaka næst ekki verður námskeiðsgjald endurgreitt að fullu.

Frekari uppl. er hægt að finna hér

Prenta | Netfang