Skip to content

Upplestrarhátíð

Á föstudaginn var haldin upplestrarhátíð 7. bekkjar í skólanum. Nemendur lásu hluta úr sögunni um Sæmund fróða og ljóð að eigin vali. Flestir nemendur táku þátt og stóðu allir sig með prýði. Valið var erfitt en dómnefndin var sammála um að Jóakim, Erla Gná og Matas hefðu skarað fram úr. Jóakim og Erla Gná voru valin sem þátttakendur í Stóru upplestrarhátíðinni og Matas er varamaður þeirra.