Vesturbæjarskóli

Vesturbæjarskóli er grunnskóli fyrir börn í 1.-7. bekk. Nemendur eru tæplega 400 í 17 bekkjardeildum. Skólinn er staðsettur við Sólvallagötu á milli Framnesvegar og Vesturvallagötu. Skólastarf hefst kl. 08.30 og lýkur kl. 13:30 hjá nemendum í 1.-4 bekk

Skólastarf hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 14:10 hjá nemendum í 5.-7. bekk.

Nemendur koma ekki með ritföng eða stílabækur að heiman heldur er sameiginlegur bekkjasjóður og kennarar sjá um þau innkaup. 

Morgungæsla er á vegum skólans frá kl. 08.00, skrá þarf nemendur í gæsluna hjá ritara.
Matsalur er í skólanum og geta nemendur keypt heitan mat í hádeginu.
Börnum og foreldrum er boðið upp á hafragraut á morgnana frá 8.15 -8.30.

Hægt er að kaupa mjólkurmiða á skrifstofu fyrir morgunnestið.

Sími: 562-2296
Fax: 562-2242
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Prenta | Netfang