Mötuneyti

Skólamatur veturinn 2017 - 2018

Skólamatur ehf. sér áfram um hádegismáltíðir í Vesturbæjarskóla í vetur.

Vegna áframhaldandi framkvæmda við skólann mun maturinn koma tilbúinn fyrir skömmtun. 

Daglega er boðið upp á salatbar með úrvali grænmetis og ávaxta. Mikil áhersla er lögð á hollustu og gott bragð. Á heimasíðu skólamatar, skolamatur.is má svo sjá matseðla og innihaldslýsingar allra rétta ásamt næringarútreikningum.

Skráning í skólamatinn er eins og áður í gegnum rafræna Reykjavík. Þeir nemendur sem voru í mat síðasta vetur eru þegar skráð í mat. Nemendur í 1. bekk og aðrir sem ekki voru í mat hér síðasta vetur þurfa að skrá sig í mataráskrift í gegnum rafræna Reykjavík.

Afgreiðsla skólamáltíða hefst þriðjudaginn 22. ágúst.

 

Forráðamenn nemenda sem af heilsufarsástæðum þurfa að fá sérstaklega útbúin mat, t.d. vegna ofnæmis eða sjúkdóma geta óskað eftir sérfæði. Þeir sendi ritara skólans póst um það á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Skila þarf inn læknisvottorði sem má senda í pósti eða skanna inn og senda með tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Það er í lagi að vottorðið berist einhvern tíma á fyrstu skóladögunum.

Lykillinn að góðri þjónustu eru góð samskipti og við hvetjum því foreldra og nemendur að koma ábendingum og athugasemdum sem gætu bætt skólamatinn til Skólamats ehf. Þannig getum við unnið saman að því að í skólanum sé boðið upp á hollan og góðan mat. 

Prenta | Netfang