Fundargerðir skólaráðs

Hér má nálgast fundargerðir skólaráðs.

Skólaráðsfundur 16. nóvember 2017

Mætttir: Guðfinna skrifstofustjóri, Margrét skólastjóri, Margrét foreldri, Guðrún Halla kennari, Sunna Benjamínsdóttir nemandi, Sara Gunnlaugsdóttir nemandi, Auður foreldri, Björk kennari.

Reykir: mikið að læra um náttúrufræði og sögu. Mjög skemmtilegt. Kennarar ánægðir með krakkana og Hlíðarskóli var líka.

Úlfljótsvatn: 5. bekkur fór á Úlfljótsvatn, tilraunarverkefni, tvær nætur. Vel heppnað.

Skólahlaup: gekk mjög vel

Nemendaráð farið af stað þar eru Sunna og Sara nemendur í 7. bekk.

Leiðsagnarnám/mat kennarahópurinn var í Melaskóla í nóvember. Hvernig við vinnum betur með því að gefa þeim leiðbeinandi mat í gegn um verkefni sem þau eru að vinna.

Stefnumótunarvinna hjá Reykjavíkurborg Margréti fannst vanta meiri raungreinar þar inn.

Tungumáladagurinn var verið að skoða hvað tungumálin sem eru töluð í skólanum eru mörg og þau eru um sextán.

Spurning um skólastarfið, vinafjölskyldur. Eru nemendur að missa af einhverju ef þeir hafa ekki vinafjölskyldur. Foreldrahópur þarf að vera mjög meðvitaður og hjálpast að. Hvernig á að koma skilaboðum til þessara krakka. Fínar leiðbeiningar inn á Austurbæjarskóla.

Sameining í bekki: Spurning í foreldrahópnum: á að sameina bekkina, er þetta stefnan, hvernig gengur þetta og er mikil umræða um þetta í foreldrahópnum. Það er ekki búið að ákveða það er verið að skoða og hvernig verður þetta í 4. bekk?

Byggingamál: Það er allt i gangi en við erum farin að skoða búnaðarmál, allt það sem á að fara inn í skólabygginguna. Fundur i vikunni með Skóla- og frístundarsviði. Við útbúum lista hvað við viljum. Hvernig húsgögn við viljum. Töflumál, erum að skoða smarttölvuskjá. Þetta er dýrt en er í skoðun. Erum að búa til lista og það verða nokkrir fundir. Áætlað að þetta verði tilbúið í júlí.

Framnesvegur: umferð í kring um skólann. Umræða um keyrslu kring um skólann, á að vera einstefna? Umræða um stæðið þar sem rútan stoppar. Síða á Reykjavíkurborg þar sem fjallað er um framkvæmdir.

Skólamerking: Stefnan er að merkja skólann.

Deiliskipulag: sendur var póstur af skólaráðinu. Bréf kemur frá Reykjavíkurborg, skólaráð hefur áhyggjur af umferð, bílakjallara. Svar: aðkoma verður frá Hringbraut… Margrét er með svar á blöðum. Opinber plögg sem allir geta skoðað.
Áhyggjur af umferð, mikill þungi umferðar, öryggi nemenda.
Þökkum fyrir svarið en spurning um að spyrja um gönguljós. Eru börnin að nota gönguljósin? Sendum aftur fyrirspurn í vor, það er búið að tala um Hringbraut í mörg ár. Þetta er ekki nýtt málefni. Það er verið að fjölga íbúðum og bæta við hóteli.

Önnur mál: Mánaðarlegir bekkjaráðsfundur. Vantar flæði um fundina. Á eitthvað heima á þessum fundum frekar en á bekkjaráðsfundum. Hvernig er flæðið best hvað á heima hvar. Trúlega er þetta svona til að byrja með svo jafnar þetta sig. Metum stöðuna. Fulltrúar geta tekið málin saman, hægt að senda á Margréti fyrir fram. Margrét: við viljum svara öllum spurningum.

Prenta | Netfang

Fundur skólaráðs 12. apríl 2018

Mættir: Margrét skólastjóri, Guðfinna ritari, Björk kennari, Sunna nemandi

Dagskrá:

 • Skólareglur
 • Barnasáttmáli
 • Skóladagatal
 • Framnesvegur
 • Byggingarmál
 • Önnur mál

Skólareglur

Engar athugasemdir.

Barnasáttmáli

Barnasáttmáli, réttur nemanda til að láta skoðun sína í ljós í málum sem þá  varðar, skal tekið réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmið við aldur og þroska (Samstarf.is).

Skóladagatal

 • Starfsdagar og skólasetning
 • September: starfið kynnt
 • Heilsuvika aðeins færð var fyrir vetrarleyfi og samráðsfundir færðir að vetrarleyfi.
 • Samræmd próf 4. og 7.
 • Starfsdagur, þrír sem við þurfum að sameina.
 • Brunaæfing 12.
 • Október.
 • Reykir, 7. bekkur
 • Afmæli Vesturbæjarskóla: 22. nóvember milli kl: 17:00 og 19:00
 • Eftirvinna hjá kennurum, bætum einum degi við í jólafrí en venjulega.
 • 3. jan starfsdagur
 • Mars skertur dagur að hluta
 • Þemadagar, apríl stuttur
 • Skólaslit 7. júní

Skóladagatal samþykkt.

Framnesvegur

 • Þegar nýja skólahúsið verður tekið í notkun.
 • Íbúasamtökin, skrifa bréf?
 • Umferðin í Vesturbæ eitt af stóru málunum. einstefnu- eða tvístefnugötur.
 • Væri betra fyrir Vesturbæjarskóla að það væri einstefna?
 • Þurfum almennilegt rútustæði.

Umræða: Skólinn óski eftir tillögum frá borginni hvernig umferðin á að vera. Kannski spurning um að skólinn og íbúasamtökin óski eftir fundi og standi saman í forgangsmálum. Gera drög að yfirlýsingu og fá fund. Skólinn þarf kannski að setja fram sínar óskir með tilliti til þarfir barnanna. Það eru harðar umræður um umferðamálin.

Byggingamál

Allt gengur vel. Húsið verður tilbúið 15. ágúst kannski verður hluti tilbúin fyrr. Lóðin verður tekin næsta sumar sem er komið inn á fjárlög. Ekki búið að hanna lóðina enn þá, óskum eftir að fá Vesturvallagötuna.
Hringbrautarhúsið fer.

Önnur mál
Hlaupahjól, geymslan er svo opin. Þau eiga að bera ábyrgð en það er staður þar sem þau eru tekin. Það er möguleiki að nemendur komið með sinn lás og læsi þeim við þar til gerða keðju, einnig er grind úti meðfram Vesturvallagötu þar sem er keðja. Það er mikið plássleysi í skólanum.

Tónmennt

Samsöngur sjaldan, hafa hann oftar. Söngurinn verður oftar þegar nýi skólinn verður tilbúinn. Hafa meiri söng almennt í skólakerfinu.
Nú eru ekki stórir hópar í tónmennt og börnin njóta sín mjög vel.

Hádegismatur

Er breyting fram undan? Það er pínu óánægja með matinn. Fólk frá Skólamat kom og spjallaði við krakkana og foreldra. Eini skólinn þar sem maturinn er ekki eldaður á staðnum.
Þegar skólinn fær kokk þá er ekki víst að það verði eins mikið úrval.
Reykjavíkurborg er með stífar reglur sem á að fara eftir. Við fáum menntaðan kokk, matráð.
Kannski spurning um að rækta eitthvað með börnunum það sem þau vilja borða. Viðkomandi sem er með þeim, þarf að hafa mikinn áhuga. Kannski eru einhverjir foreldrar sem vilja koma að þessu líka. Þriðja hæðin, þar verður glerhús með gólfhita. Það kemur í ljós hvað hægt er að rækta þar. Mögulega að mynda hóp kennarar og foreldrar vinni saman. Stóra málið er að einhver innan húss hafi brennandi áhuga.

Flokkunarkerfi

Það kemur nýtt kerfi fyrir allan skólann.

Næsti skólaráðsfundur

Fara í labbitúr um nýja húsið. 60 ára afmæli Vesturbæjarskóla. Skóla- og frístundasvið, Margrét les. Við útbúum reglur þar sem Reykjavíkurborg bjó til grunn.

Prenta | Netfang

Fundur Skólaráðs 25. janúar 2018

Mættar: Margrét E, Guðfinna, Guðrún Halla, Margrét G, Heiða K, Ásta, Sara og Sunna.

Dagskrá

 1. Mötuneyti
 2. Framkvæmdir
 3. Niðurstöður kannana
 4. Skólareglur
 5. Önnur mál

Mötuneyti

Óskað hefur verið eftir að fá mötuneytið fyrir nýju bygginguna fyrr en áætlað var þ.e nú um mánaðamót. Hugmyndir að lausnum eru að fá bakkamat frá Skólamat og voru þeir jákvæðir í fyrstu en hafa nú gefið neikvætt svar. Þá kom hugmynd um að færa 2. bekkinn allan út í Nesin. Haft hefur verið samband við annað fyrirtæki í samráði við SFS og kominn frestur um viku til að reyna að leysa málið. Þó við fengjum bakkamat þá gæti samt þurft að færa 2. bekkinn út í Nesin. Heiða kom með hugmynd að hafa samband við Reykjarvíkurborg því þeir væru með eldhús á Lindargötu sem Velferðarsvið rekur. Enginn góður kostur í málinu en samt þarf að leysa þetta þessa mánuði sem eftir eru af skólaárinu. Margrét G. benti á fyrirtæki sem heitir Matartíminn, Sölufélag garðyrkjumanna. Þeir eru ekki með bakka.

Framkvæmdir

Framkvæmdir eru á tíma. Haldið fast við haustið. Kristjana byggingastjóri Reykjavíkurborgar heldur vel utan um verkið. Spurning kom um Framnesveginn. Eigum við að vera með kröfur um lokun. Tillögur um að halda honum áfram sem einstefnugötu. Óvíst með hvort Vesturvallagatan verður áfram lokuð. Spurning hvort íbúasamtökin og skólaráð óski eftir því í sitthvoru lagi að halda þessu sem einstefnu eða jafnvel lokun.

Niðurstöður kannana

Unnið með tvær læsiskannanir. Önnur er vanalega gerð að vori í 2. bekk sem núna er 3. bekkur. Lesfimin hjá MMS er að taka yfir þessa venjulegu læsiskönnun. Erum aðeins undir meðaltali. 27 nemendur lesa sér til gagns.  11 við það að ná tökum. 7 sem þurfa stuðning. Mjög mikill munur á milli árganga. Viljum helst vera yfir meðaltali.

Hrefna kynnir Lesfimi. Mælir lestur og hraða. MMS byrja að setja það inn því það er þægilegt að mæla það. MMS skilar niðurstöðum á línuriti fyrir hvern nemanda og þá er hægt að sjá framfarir. MMS er að búa til kannanir í lesskilningi og stafsetningu til að bæta við hraðaprófin. Gaman fyrir foreldra að sjá bætingu ef börnin eru látin lesa upphátt. Fylgnin alger á milli árangurs og heimalesturs. Þessar kannanir eru gerðar þrisvar á ári.

Samræmdu prófin koma út eðlilega og innan öryggismarka. Margar spurningar um prófin sérstaklega í stærðfræði. Leiðin að lausninni ekki tekin til greina heldur bara niðurstaðan.

Skólareglur

Á næsta fundi verður fjallað um skólareglur. Margrét E. dreifði blöðum með skólareglum svo ráðið gæti undirbúið sig fyrir næsta fund.

Önnur mál

Prenta | Netfang

Fundur skólaráðs 21. apríl 2017

Mættir: Margrét skólastjóri, Margrét, Guðfinna, Ragnheiður, Tjörvi, Heiða, Hrafnkell, Jenný og Sigga Nanna.

Margrét byrjaði á að fara yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Engar athugasemdir komu fram.

Sigga Nanna , Hrafnkell og Jenný kynntu viðhorfskönnun sem lögð var fyrir nemendur skólans í mars. Nemendur áttu að skrifa eitthvað þrennt sem þeim fannst gott við skólann og eitt sem mætti bæta. Hrafnkell og Jenný lásu upp niðurstöðurnar.

Byggingarmál eru samkvæmt áætlun. Í sumar á að stækka íþróttasalinn. Losa þarf íþróttasalinn frá 1. maí og þá verða útiíþróttir. Miklar framkvæmdir verða í sumar t.d. brotið á milli bókalagers og kaffistofu. Stækka á smíðastofu og opna inn í fjarka vorið 2018. Allt gengur samkvæmt áætlun eins og er.

Í vetur hefur 5.-7. bekkur byrjað klukkan 8:30 í skólanum og áhugi er hjá starfsfólki skólans að allur skólinn byrji 8:30 næsta vetur. Í vetur hefur 1-4. bekkur byrjað 8.45. Enginn í skólaráði var mótfallinn hugmyndinni.

Önnur mál

Tjörvi ræddi um umferðaslys sem var á Hringbrautinni við móts við Vesturbæjarskóla. Hversu mikil hætta stafaði af Hringbrautinni. Jenný ræddi um að gönguljósin væru mjög stutt. Tjörvi ræddi um að gott væri að við sendum bréf og lýstum yfir áhyggjum okkur og var það ákveðið að senda bréf til samgöngustjóra.

Næsta vetur verða tveir bekkir í 1. bekk í stað þriggja og líklegt að verðandi 3. bekkur verði líka tveir bekkir.

Ragnheiður Birgisdóttir ritari fundarins.

Prenta | Netfang

Fundur í skólaráði 13. janúar 2017

Mættir: Margrét E, Tjörvi, Hjördís, Margrét, Guðfinna, Ragnheiður, Guðrún Halla, Hrafnkell, Marína og Jenný.

1.Byggingamál: Búið að semja við LNS saga verktaka um verkið. Koma í næstu viku og kynna og skoða. Verklok 15. júlí 2018. Seinkun um ár. Bygginganefndafundur bráðlega. Það voru fleiri verktakar sem buðu í verkið. Þeir voru næstlægstir því þeir lægstu sögðu sig frá.

2.Olweus: Árleg könnun lögð fyrir í nóvember. Niðurstöður í riti sem SN kom með á fundinn. Niðurstöður úr 5.-7.bekk en lagt fyrir 4.bekk líka. Þátttaka 95%. 88% líður vel eða mjög vel. 2,7% líður illa eða mjög illa. Á bak við þá tölu eru 4 nemendur. Það finnst okkur of hátt. En ekki hægt að greina milli árganganna. Miðað er við hvernig líðan er frá hausti. Enginn segir sig alveg vinalausan. Það þykir gott ef börn eiga fleiri en einn vin. Einelti mælist 4% í þremur efstu valmöguleikum. Örlítil aukning frá árunum á undan.

Hvar á einelti sér stað? Skólalóðin nefnd oftast. Bætum gæslu og vinnum að bættari samskiptum úti með jákvæðum samskiptum og leikjum. Vinaliðaverkefnið innleitt að norskri fyrirmynd. Hvað gera hinir fullorðnu? Krakkarnir upplifa að fullorðnu séu ekki að gera nógu mikið. Þurfum að hafa þetta sýnilegt og láta þau vita að þetta sé inngrip, t.d bekkjarfundir. Rafrænt einelti mælist ekkert. Mikilvægt að hafa gott samband milli heimila og skóla. Einelti mælist lítið en nauðsynlegt að vera alltaf á tánum. Búa til dæmis til sýnileg verkefni eins og myndbönd, veggspjöld o.fl.

3.Sigga Nanna fer yfir starfslýsingu sína og nemendaráð. Einn nemandi úr hverjum bekk í

5.-7. bekk eru í nemendaráði. Hittast einu sinni til þrisvar í mánuði með SN. Hittast og ræða málin og skipuleggja viðburði, t.d opið hús. Nemendur í skólaráði sögðu frá starfi nemendaráðs. Velt vöngum yfir því hvers vegna tiltölulega fáir frá okkur fara í félagsstarf í Frostaskjóli.

Í vetur munu nemendur í nemendaráði gera viðhorfskönnun. Þrjár stjörnur og ein ósk í öllum árgöngum.

4.BYKO reiturinn: Tími til 23. jan til að koma með athugasemdir. Margrét skrifaði bréf. 2 atriði sem standa uppúr. 1. Bílaumferð mun aukast. Kemur ekki fram hversu mörg stæði verða í kjallara. Aðkoma á að vera frá Hringbraut en útkeyrsla um Sólvallagötu, úr bílakjallaranum. Engin ofanjarðar bílastæði. 2. Mengun sem hefur áhrif á börnin í hverfinu. Einblínum á það sem snýr að okkur, bílaumferð. Útkeyrslan frá Sólvallagötu er eitthvað sem má setja athugasemdir við. Margrét bætir við bréfið til borgarinnar og sendir okkur í tölvupósti.

5.Önnur mál: Klukkan rædd. Hvenær skóladagurinn á að byrja. Hagkvæmt að láta alla byrja á sama tíma.

Ritari: Guðrún Halla Sveinsd.

Prenta | Netfang