Fundargerðir skólaráðs

Hér má nálgast fundargerðir skólaráðs.

Fundur Skólaráðs 25. janúar 2018

Mættar: Margrét E, Guðfinna, Guðrún Halla, Margrét G, Heiða K, Ásta, Sara og Sunna.

Dagskrá

  1. Mötuneyti
  2. Framkvæmdir
  3. Niðurstöður kannana
  4. Skólareglur
  5. Önnur mál

Mötuneyti

Óskað hefur verið eftir að fá mötuneytið fyrir nýju bygginguna fyrr en áætlað var þ.e nú um mánaðamót. Hugmyndir að lausnum eru að fá bakkamat frá Skólamat og voru þeir jákvæðir í fyrstu en hafa nú gefið neikvætt svar. Þá kom hugmynd um að færa 2. bekkinn allan út í Nesin. Haft hefur verið samband við annað fyrirtæki í samráði við SFS og kominn frestur um viku til að reyna að leysa málið. Þó við fengjum bakkamat þá gæti samt þurft að færa 2. bekkinn út í Nesin. Heiða kom með hugmynd að hafa samband við Reykjarvíkurborg því þeir væru með eldhús á Lindargötu sem Velferðarsvið rekur. Enginn góður kostur í málinu en samt þarf að leysa þetta þessa mánuði sem eftir eru af skólaárinu. Margrét G. benti á fyrirtæki sem heitir Matartíminn, Sölufélag garðyrkjumanna. Þeir eru ekki með bakka.

Framkvæmdir

Framkvæmdir eru á tíma. Haldið fast við haustið. Kristjana byggingastjóri Reykjavíkurborgar heldur vel utan um verkið. Spurning kom um Framnesveginn. Eigum við að vera með kröfur um lokun. Tillögur um að halda honum áfram sem einstefnugötu. Óvíst með hvort Vesturvallagatan verður áfram lokuð. Spurning hvort íbúasamtökin og skólaráð óski eftir því í sitthvoru lagi að halda þessu sem einstefnu eða jafnvel lokun.

Niðurstöður kannana

Unnið með tvær læsiskannanir. Önnur er vanalega gerð að vori í 2. bekk sem núna er 3. bekkur. Lesfimin hjá MMS er að taka yfir þessa venjulegu læsiskönnun. Erum aðeins undir meðaltali. 27 nemendur lesa sér til gagns.  11 við það að ná tökum. 7 sem þurfa stuðning. Mjög mikill munur á milli árganga. Viljum helst vera yfir meðaltali.

Hrefna kynnir Lesfimi. Mælir lestur og hraða. MMS byrja að setja það inn því það er þægilegt að mæla það. MMS skilar niðurstöðum á línuriti fyrir hvern nemanda og þá er hægt að sjá framfarir. MMS er að búa til kannanir í lesskilningi og stafsetningu til að bæta við hraðaprófin. Gaman fyrir foreldra að sjá bætingu ef börnin eru látin lesa upphátt. Fylgnin alger á milli árangurs og heimalesturs. Þessar kannanir eru gerðar þrisvar á ári.

Samræmdu prófin koma út eðlilega og innan öryggismarka. Margar spurningar um prófin sérstaklega í stærðfræði. Leiðin að lausninni ekki tekin til greina heldur bara niðurstaðan.

Skólareglur

Á næsta fundi verður fjallað um skólareglur. Margrét E. dreifði blöðum með skólareglum svo ráðið gæti undirbúið sig fyrir næsta fund.

Önnur mál

Prenta | Netfang

Fundur skólaráðs 21. apríl 2017

Mættir: Margrét skólastjóri, Margrét, Guðfinna, Ragnheiður, Tjörvi, Heiða, Hrafnkell, Jenný og Sigga Nanna.

Margrét byrjaði á að fara yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Engar athugasemdir komu fram.

Sigga Nanna , Hrafnkell og Jenný kynntu viðhorfskönnun sem lögð var fyrir nemendur skólans í mars. Nemendur áttu að skrifa eitthvað þrennt sem þeim fannst gott við skólann og eitt sem mætti bæta. Hrafnkell og Jenný lásu upp niðurstöðurnar.

Byggingarmál eru samkvæmt áætlun. Í sumar á að stækka íþróttasalinn. Losa þarf íþróttasalinn frá 1. maí og þá verða útiíþróttir. Miklar framkvæmdir verða í sumar t.d. brotið á milli bókalagers og kaffistofu. Stækka á smíðastofu og opna inn í fjarka vorið 2018. Allt gengur samkvæmt áætlun eins og er.

Í vetur hefur 5.-7. bekkur byrjað klukkan 8:30 í skólanum og áhugi er hjá starfsfólki skólans að allur skólinn byrji 8:30 næsta vetur. Í vetur hefur 1-4. bekkur byrjað 8.45. Enginn í skólaráði var mótfallinn hugmyndinni.

Önnur mál

Tjörvi ræddi um umferðaslys sem var á Hringbrautinni við móts við Vesturbæjarskóla. Hversu mikil hætta stafaði af Hringbrautinni. Jenný ræddi um að gönguljósin væru mjög stutt. Tjörvi ræddi um að gott væri að við sendum bréf og lýstum yfir áhyggjum okkur og var það ákveðið að senda bréf til samgöngustjóra.

Næsta vetur verða tveir bekkir í 1. bekk í stað þriggja og líklegt að verðandi 3. bekkur verði líka tveir bekkir.

Ragnheiður Birgisdóttir ritari fundarins.

Prenta | Netfang

Fundur í skólaráði 13. janúar 2017

Mættir: Margrét E, Tjörvi, Hjördís, Margrét, Guðfinna, Ragnheiður, Guðrún Halla, Hrafnkell, Marína og Jenný.

1.Byggingamál: Búið að semja við LNS saga verktaka um verkið. Koma í næstu viku og kynna og skoða. Verklok 15. júlí 2018. Seinkun um ár. Bygginganefndafundur bráðlega. Það voru fleiri verktakar sem buðu í verkið. Þeir voru næstlægstir því þeir lægstu sögðu sig frá.

2.Olweus: Árleg könnun lögð fyrir í nóvember. Niðurstöður í riti sem SN kom með á fundinn. Niðurstöður úr 5.-7.bekk en lagt fyrir 4.bekk líka. Þátttaka 95%. 88% líður vel eða mjög vel. 2,7% líður illa eða mjög illa. Á bak við þá tölu eru 4 nemendur. Það finnst okkur of hátt. En ekki hægt að greina milli árganganna. Miðað er við hvernig líðan er frá hausti. Enginn segir sig alveg vinalausan. Það þykir gott ef börn eiga fleiri en einn vin. Einelti mælist 4% í þremur efstu valmöguleikum. Örlítil aukning frá árunum á undan.

Hvar á einelti sér stað? Skólalóðin nefnd oftast. Bætum gæslu og vinnum að bættari samskiptum úti með jákvæðum samskiptum og leikjum. Vinaliðaverkefnið innleitt að norskri fyrirmynd. Hvað gera hinir fullorðnu? Krakkarnir upplifa að fullorðnu séu ekki að gera nógu mikið. Þurfum að hafa þetta sýnilegt og láta þau vita að þetta sé inngrip, t.d bekkjarfundir. Rafrænt einelti mælist ekkert. Mikilvægt að hafa gott samband milli heimila og skóla. Einelti mælist lítið en nauðsynlegt að vera alltaf á tánum. Búa til dæmis til sýnileg verkefni eins og myndbönd, veggspjöld o.fl.

3.Sigga Nanna fer yfir starfslýsingu sína og nemendaráð. Einn nemandi úr hverjum bekk í

5.-7. bekk eru í nemendaráði. Hittast einu sinni til þrisvar í mánuði með SN. Hittast og ræða málin og skipuleggja viðburði, t.d opið hús. Nemendur í skólaráði sögðu frá starfi nemendaráðs. Velt vöngum yfir því hvers vegna tiltölulega fáir frá okkur fara í félagsstarf í Frostaskjóli.

Í vetur munu nemendur í nemendaráði gera viðhorfskönnun. Þrjár stjörnur og ein ósk í öllum árgöngum.

4.BYKO reiturinn: Tími til 23. jan til að koma með athugasemdir. Margrét skrifaði bréf. 2 atriði sem standa uppúr. 1. Bílaumferð mun aukast. Kemur ekki fram hversu mörg stæði verða í kjallara. Aðkoma á að vera frá Hringbraut en útkeyrsla um Sólvallagötu, úr bílakjallaranum. Engin ofanjarðar bílastæði. 2. Mengun sem hefur áhrif á börnin í hverfinu. Einblínum á það sem snýr að okkur, bílaumferð. Útkeyrslan frá Sólvallagötu er eitthvað sem má setja athugasemdir við. Margrét bætir við bréfið til borgarinnar og sendir okkur í tölvupósti.

5.Önnur mál: Klukkan rædd. Hvenær skóladagurinn á að byrja. Hagkvæmt að láta alla byrja á sama tíma.

Ritari: Guðrún Halla Sveinsd.

Prenta | Netfang

Fundur í skólaráði 28. október 2016.

Mætti á fundinn Margrét, Tjörvi, Guðfinna, Guðrún Halla, Ragnheiður, Heiða og Anna Sigurborg Ólafsdóttir og Björn Stefánsson íbúar Sólvallagötu 79.

Anna Sigurborg Ólafsson og Björn Stefánsson frá húsfélagi Sólvallagötu 79 komu og kynntu fyrir okkur fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir á Bykóreitnum.

Árið 2004 var talað um 50 íbúðir og núna er talað um 50 íbúðir,  90 herbergja hótel og sambýli.

Íbúarnir sendu bréf til borgarstjóra, borgarráð og fleiri og funduðu síðan með aðilum hjá borginni í gær og fóru yfir þau atriði sem þau eru ósátt við.  ( Sjá bréf sem skólastjóri er með.)

Íbúar Sólvallagötu yfirgáfu fundinn eftir kynninu þeirra.

Næst á dagskrá voru byggingarmálin. Skila á lokateikningum til útboðs 15. nóvember. Bjóða á út verkið eftir það og byrja á að byggja í janúar samkvæmt áætlun. Bygginging á að vera tilbúin haustið 2018.

Ekkert hefur breyst á teikningunum síðan í haust nema glerhýsi á þakinu er komið aftur og snýr nú öðruvísi en það átti upphaflega að gera.

Niðurstöður lesskimunar í 2. bekk frá því í vor. Vesturbæjarskóli er yfir meðaltali Reykjavíkur. Vesturbæjarskóli 73 %  nemenda sem lesa sér til gagns en meðaltal í Reykjavík er 66%.

Skólastarfið hefur farið vel af stað. Við erum með þróunarverkefni Vinir í raun sem Vanda Sigurgeirsdóttir stýrir. Verkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Skýjaborgir. Mest er unnið með 1. og 2. bekk en við nýtum þetta fyrir alla árganga. Einnig erum við í að innleiða vinaliðaverkefni þar sem nemendur úr 4. – 6. bekk skipuleggja leiki úti í frímínútum og eru vinaliðar. Gunnar Þór og Sigga Nanna eru umsjónarmenn verkefnisins.

Í vali í 7. bekk er í boði að búa til útvarspsstöð og nýtur það mikilla vinsælda hjá nemendum.

Foreldrafélag Vesturbæjarskóla gaf skólanum peningagjöf til bókakaupa í vor.

Staðan er sú í skólanum að skólinn er foreldrafélagslaus. Aðeins einn hefur gefið kost á sér í foreldrafélag skólans.

Kjarasamningur kennara er laus og hefur verið felldur í tvö skipti í röð.

Fulltrúar Kennarasambandsins eru að fara í alla skóla á landinu og heyra í kennurum og eru þeir búnir að koma í Vesturbæjarskóla.

Önnur mál eru engin.

Fundargerð ritar

Ragnheiður Birgisdóttir

Prenta | Netfang

Skólaráð 8. apríl 2016

Mættir: Birgir, Tjörvi, Dalla, Ragnheiður, Guðrún Halla, Margrét, María. Einnig fulltrúar nemenda: Lukas (7.I), Hera Katrín (7.L) og Rannveig (7.SN).

Niðurstöður Skólapúlsins kynntar. 40 nemendur úr  6. og 7. bekk taka könnunina. Sérstakt við okkar skóla er að okkar börn hafa meiri ánægju af lestri, gott samband við kennara og meira sjálfstraust. Í stærðfræðinni höfum við dalað. Þurfum að skoða það. Nokkrar spurningar tengjast hverju atriði. Ánægja með niðurstöður Skólapúlsins. Spurning um að sýna foreldrum niðurstöður, inn á heimasíðu skólans. Á næstunni verður send út foreldrakönnun á vegum SFS.

Talnalykill: Í heild erum við örlítið fyrir neðan meðaltal Reykjavíkur.  Hlutfall þeirra sem fóru í gegnum þrep 1 þá erum við í 21. sæti. Á bak við 10% eru 6 nemendur sem teljast þurfa stuðning í stærðfræði.  Næstum því þeir sömu sem þurfa líka stuðning í lestri.  Niðurstöður svipaðar og árin áður.

Styrkir: Sótt var um styrki fyrir þróunarverkefni. Erum búin að fá styrki fyrir I-pada. Fyrst 400 þúsund og svo 300 þúsund.  Rakel sem sér um innleiðingu hefur verið með örnámskeið og fer inn í teymin.  Birgir spurði um tilgang. Talað var um að þetta væri viðbót en ekki að taka við hefðbundinni kennslu. Krakkar í 7. bekk töluðu um að þau hefðu lært ýmislegt á tæknideginum.

Vakandi veröld. Bók um umhverfismennt. fengum styrk 250 þúsund til að innleiða það verkefni.

Skóladagatal: Samræmd próf fara fram í tvennu lagi vegna þess að taka á þau í tölvum. Skóladagatal næsta árs kynnt. Skóladagatal samþykkt.

Byggingamál: Ákveðið var eftir síðstu fundi að fara með þetta aftur fyrir borgarráð. Dagur Eggertsson bað um second opinion um sparnað fyrir byggingu Vesturbæjarskóla. Þess vegna fór þetta ekki fyrir borgarráð. Sviðsstjóri (Helgi Grímsson) þarf að vera inni í málum því SFS þarf að bera ábyrgð á verkinu þannig að skólinn geti starfað til næstu áratuga. Þurfum að fá samþykkt það sem við erum að biðja um. Hefur eitthvað verið unnið í útboðinu? Má biðja um þríviddarmynd af byggingunni spyr Birgir.

Önnur mál: Reykjaferð. Vantar mikla peninga upp á. Verið er klára það núna. Skólinn lánaði pening. Ferðin kostar mikið fyrir skólann og nemendur.  Þarf að skoða þetta hvort skólinn eigi að taka þátt í þessu.

Böll fyrir 7. bekkina stundum haldin í hverjum skóla og hinum boðið. Lítil stemning fyrir því núna. Endilega halda þessari hefð.

Ritari: Ragnheiður Birgisdóttir

Prenta | Netfang