Fundur Skólaráðs 25. janúar 2018

Mættar: Margrét E, Guðfinna, Guðrún Halla, Margrét G, Heiða K, Ásta, Sara og Sunna.

Dagskrá

  1. Mötuneyti
  2. Framkvæmdir
  3. Niðurstöður kannana
  4. Skólareglur
  5. Önnur mál

Mötuneyti

Óskað hefur verið eftir að fá mötuneytið fyrir nýju bygginguna fyrr en áætlað var þ.e nú um mánaðamót. Hugmyndir að lausnum eru að fá bakkamat frá Skólamat og voru þeir jákvæðir í fyrstu en hafa nú gefið neikvætt svar. Þá kom hugmynd um að færa 2. bekkinn allan út í Nesin. Haft hefur verið samband við annað fyrirtæki í samráði við SFS og kominn frestur um viku til að reyna að leysa málið. Þó við fengjum bakkamat þá gæti samt þurft að færa 2. bekkinn út í Nesin. Heiða kom með hugmynd að hafa samband við Reykjarvíkurborg því þeir væru með eldhús á Lindargötu sem Velferðarsvið rekur. Enginn góður kostur í málinu en samt þarf að leysa þetta þessa mánuði sem eftir eru af skólaárinu. Margrét G. benti á fyrirtæki sem heitir Matartíminn, Sölufélag garðyrkjumanna. Þeir eru ekki með bakka.

Framkvæmdir

Framkvæmdir eru á tíma. Haldið fast við haustið. Kristjana byggingastjóri Reykjavíkurborgar heldur vel utan um verkið. Spurning kom um Framnesveginn. Eigum við að vera með kröfur um lokun. Tillögur um að halda honum áfram sem einstefnugötu. Óvíst með hvort Vesturvallagatan verður áfram lokuð. Spurning hvort íbúasamtökin og skólaráð óski eftir því í sitthvoru lagi að halda þessu sem einstefnu eða jafnvel lokun.

Niðurstöður kannana

Unnið með tvær læsiskannanir. Önnur er vanalega gerð að vori í 2. bekk sem núna er 3. bekkur. Lesfimin hjá MMS er að taka yfir þessa venjulegu læsiskönnun. Erum aðeins undir meðaltali. 27 nemendur lesa sér til gagns.  11 við það að ná tökum. 7 sem þurfa stuðning. Mjög mikill munur á milli árganga. Viljum helst vera yfir meðaltali.

Hrefna kynnir Lesfimi. Mælir lestur og hraða. MMS byrja að setja það inn því það er þægilegt að mæla það. MMS skilar niðurstöðum á línuriti fyrir hvern nemanda og þá er hægt að sjá framfarir. MMS er að búa til kannanir í lesskilningi og stafsetningu til að bæta við hraðaprófin. Gaman fyrir foreldra að sjá bætingu ef börnin eru látin lesa upphátt. Fylgnin alger á milli árangurs og heimalesturs. Þessar kannanir eru gerðar þrisvar á ári.

Samræmdu prófin koma út eðlilega og innan öryggismarka. Margar spurningar um prófin sérstaklega í stærðfræði. Leiðin að lausninni ekki tekin til greina heldur bara niðurstaðan.

Skólareglur

Á næsta fundi verður fjallað um skólareglur. Margrét E. dreifði blöðum með skólareglum svo ráðið gæti undirbúið sig fyrir næsta fund.

Önnur mál

Prenta | Netfang