Fundur skólaráðs 12. apríl 2018

Mættir: Margrét skólastjóri, Guðfinna ritari, Björk kennari, Sunna nemandi

Dagskrá:

 • Skólareglur
 • Barnasáttmáli
 • Skóladagatal
 • Framnesvegur
 • Byggingarmál
 • Önnur mál

Skólareglur

Engar athugasemdir.

Barnasáttmáli

Barnasáttmáli, réttur nemanda til að láta skoðun sína í ljós í málum sem þá  varðar, skal tekið réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmið við aldur og þroska (Samstarf.is).

Skóladagatal

 • Starfsdagar og skólasetning
 • September: starfið kynnt
 • Heilsuvika aðeins færð var fyrir vetrarleyfi og samráðsfundir færðir að vetrarleyfi.
 • Samræmd próf 4. og 7.
 • Starfsdagur, þrír sem við þurfum að sameina.
 • Brunaæfing 12.
 • Október.
 • Reykir, 7. bekkur
 • Afmæli Vesturbæjarskóla: 22. nóvember milli kl: 17:00 og 19:00
 • Eftirvinna hjá kennurum, bætum einum degi við í jólafrí en venjulega.
 • 3. jan starfsdagur
 • Mars skertur dagur að hluta
 • Þemadagar, apríl stuttur
 • Skólaslit 7. júní

Skóladagatal samþykkt.

Framnesvegur

 • Þegar nýja skólahúsið verður tekið í notkun.
 • Íbúasamtökin, skrifa bréf?
 • Umferðin í Vesturbæ eitt af stóru málunum. einstefnu- eða tvístefnugötur.
 • Væri betra fyrir Vesturbæjarskóla að það væri einstefna?
 • Þurfum almennilegt rútustæði.

Umræða: Skólinn óski eftir tillögum frá borginni hvernig umferðin á að vera. Kannski spurning um að skólinn og íbúasamtökin óski eftir fundi og standi saman í forgangsmálum. Gera drög að yfirlýsingu og fá fund. Skólinn þarf kannski að setja fram sínar óskir með tilliti til þarfir barnanna. Það eru harðar umræður um umferðamálin.

Byggingamál

Allt gengur vel. Húsið verður tilbúið 15. ágúst kannski verður hluti tilbúin fyrr. Lóðin verður tekin næsta sumar sem er komið inn á fjárlög. Ekki búið að hanna lóðina enn þá, óskum eftir að fá Vesturvallagötuna.
Hringbrautarhúsið fer.

Önnur mál
Hlaupahjól, geymslan er svo opin. Þau eiga að bera ábyrgð en það er staður þar sem þau eru tekin. Það er möguleiki að nemendur komið með sinn lás og læsi þeim við þar til gerða keðju, einnig er grind úti meðfram Vesturvallagötu þar sem er keðja. Það er mikið plássleysi í skólanum.

Tónmennt

Samsöngur sjaldan, hafa hann oftar. Söngurinn verður oftar þegar nýi skólinn verður tilbúinn. Hafa meiri söng almennt í skólakerfinu.
Nú eru ekki stórir hópar í tónmennt og börnin njóta sín mjög vel.

Hádegismatur

Er breyting fram undan? Það er pínu óánægja með matinn. Fólk frá Skólamat kom og spjallaði við krakkana og foreldra. Eini skólinn þar sem maturinn er ekki eldaður á staðnum.
Þegar skólinn fær kokk þá er ekki víst að það verði eins mikið úrval.
Reykjavíkurborg er með stífar reglur sem á að fara eftir. Við fáum menntaðan kokk, matráð.
Kannski spurning um að rækta eitthvað með börnunum það sem þau vilja borða. Viðkomandi sem er með þeim, þarf að hafa mikinn áhuga. Kannski eru einhverjir foreldrar sem vilja koma að þessu líka. Þriðja hæðin, þar verður glerhús með gólfhita. Það kemur í ljós hvað hægt er að rækta þar. Mögulega að mynda hóp kennarar og foreldrar vinni saman. Stóra málið er að einhver innan húss hafi brennandi áhuga.

Flokkunarkerfi

Það kemur nýtt kerfi fyrir allan skólann.

Næsti skólaráðsfundur

Fara í labbitúr um nýja húsið. 60 ára afmæli Vesturbæjarskóla. Skóla- og frístundasvið, Margrét les. Við útbúum reglur þar sem Reykjavíkurborg bjó til grunn.

Prenta | Netfang