Skólaráðsfundur 16. nóvember 2017

Mætttir: Guðfinna skrifstofustjóri, Margrét skólastjóri, Margrét foreldri, Guðrún Halla kennari, Sunna Benjamínsdóttir nemandi, Sara Gunnlaugsdóttir nemandi, Auður foreldri, Björk kennari.

Reykir: mikið að læra um náttúrufræði og sögu. Mjög skemmtilegt. Kennarar ánægðir með krakkana og Hlíðarskóli var líka.

Úlfljótsvatn: 5. bekkur fór á Úlfljótsvatn, tilraunarverkefni, tvær nætur. Vel heppnað.

Skólahlaup: gekk mjög vel

Nemendaráð farið af stað þar eru Sunna og Sara nemendur í 7. bekk.

Leiðsagnarnám/mat kennarahópurinn var í Melaskóla í nóvember. Hvernig við vinnum betur með því að gefa þeim leiðbeinandi mat í gegn um verkefni sem þau eru að vinna.

Stefnumótunarvinna hjá Reykjavíkurborg Margréti fannst vanta meiri raungreinar þar inn.

Tungumáladagurinn var verið að skoða hvað tungumálin sem eru töluð í skólanum eru mörg og þau eru um sextán.

Spurning um skólastarfið, vinafjölskyldur. Eru nemendur að missa af einhverju ef þeir hafa ekki vinafjölskyldur. Foreldrahópur þarf að vera mjög meðvitaður og hjálpast að. Hvernig á að koma skilaboðum til þessara krakka. Fínar leiðbeiningar inn á Austurbæjarskóla.

Sameining í bekki: Spurning í foreldrahópnum: á að sameina bekkina, er þetta stefnan, hvernig gengur þetta og er mikil umræða um þetta í foreldrahópnum. Það er ekki búið að ákveða það er verið að skoða og hvernig verður þetta í 4. bekk?

Byggingamál: Það er allt i gangi en við erum farin að skoða búnaðarmál, allt það sem á að fara inn í skólabygginguna. Fundur i vikunni með Skóla- og frístundarsviði. Við útbúum lista hvað við viljum. Hvernig húsgögn við viljum. Töflumál, erum að skoða smarttölvuskjá. Þetta er dýrt en er í skoðun. Erum að búa til lista og það verða nokkrir fundir. Áætlað að þetta verði tilbúið í júlí.

Framnesvegur: umferð í kring um skólann. Umræða um keyrslu kring um skólann, á að vera einstefna? Umræða um stæðið þar sem rútan stoppar. Síða á Reykjavíkurborg þar sem fjallað er um framkvæmdir.

Skólamerking: Stefnan er að merkja skólann.

Deiliskipulag: sendur var póstur af skólaráðinu. Bréf kemur frá Reykjavíkurborg, skólaráð hefur áhyggjur af umferð, bílakjallara. Svar: aðkoma verður frá Hringbraut… Margrét er með svar á blöðum. Opinber plögg sem allir geta skoðað.
Áhyggjur af umferð, mikill þungi umferðar, öryggi nemenda.
Þökkum fyrir svarið en spurning um að spyrja um gönguljós. Eru börnin að nota gönguljósin? Sendum aftur fyrirspurn í vor, það er búið að tala um Hringbraut í mörg ár. Þetta er ekki nýtt málefni. Það er verið að fjölga íbúðum og bæta við hóteli.

Önnur mál: Mánaðarlegir bekkjaráðsfundur. Vantar flæði um fundina. Á eitthvað heima á þessum fundum frekar en á bekkjaráðsfundum. Hvernig er flæðið best hvað á heima hvar. Trúlega er þetta svona til að byrja með svo jafnar þetta sig. Metum stöðuna. Fulltrúar geta tekið málin saman, hægt að senda á Margréti fyrir fram. Margrét: við viljum svara öllum spurningum.

Prenta | Netfang