Skip to content

Í Vesturbæjarskóla er löng hefð fyrir útikennslu í öllum árgöngum. Í 1. – 4. bekk eru fastir útikennslutímar í stundaskrá nemenda og í 5. – 7. bekk fara nemendur reglulega í ýmsar ferðir með kennurum sínum. Í útikennslu nýtum við okkar nánasta umhverfi eins og fjöruna, grenndarskóginn okkar í Hólavallagarði, höfnina, Tjörnina og svæðið þar um kring, Hljómskálagarðinn og Vatnsmýrina. Útikennsla gefur tækifæri til að nýta öll skynfæri með því að tengja viðfangsefni úr ýmsum þáttum námssviða og námsgreina samhliða hreyfiþjálfun.