Skip to content

Utís Online

Um síðustu helgi fór fram Utís Online þar sem 17 heimsklassa erlendir fyrirlesarar fjölluðu um skólaþróun, nýsköpun, forritun, læsi og tækni í skólastarfi svo eitthvað sé nefnt. Hópur kennara og stjórnenda í Vesturbæjarskóla tóku þátt í viðburðinum sem miðar einnig að því að efla umræðu um skólamál og skólaþróun á Íslandi.

Ráðstefnan í ár fjallaði ekki aðeins um tækni og hvernig við notum tækni í skólastarfinu heldur var aðalfókusinn á velferð nemenda, rödd þeirra og að hlustað sé á þá.

Rödd nemenda hefur aðeins þýðingu ef hlustað er á þá! -Pernille Ripp

Hátt í tvöþúsund manns tóku þátt í viðburðinu og voru duglegir að tísta undir myllumerkjunum #UtisOnline  #menntaspjall þar sem hægt er að sjá margt af því sem fram fór. Kennarar í Vesturbæjarskóla hafa einnig tekið upp að tísta undir myllumerkinu #Vesturbæjarskóli