Skip to content

Útskrift hjá 7. bekk

Í dag útskrifuðum við nemendur okkar í 7. bekk og kvöddum við hátíðlega athöfn. Margrét skólastjóri ávarpaði hópinn og þakkaði fyrir samstarfið öll þessi ár. Við fengum að hlusta á tónlistaratriði frá Þóru og Söru, sem var einu sinni hér í skólanum og Stormur söng fyrir okkur Heyr mína bæn, eins og engill. Nokkrir nemendur sögðu frá minningarbrotum úr Vesturbæjarskóla og sýndu smá myndband.


Cyrus hélt tilfinningamikla og skemmtilega ræðu um kynni sín af nemendum en þessi hópur var sá fyrsti sem hann kynntist hér í skólanum. Við fengum góðar veitingar og áttum saman frábæra stund. Því miður gátu foreldrar ekki tekið þátt í deginum með okkur en vonandi bæta þessar myndir það eitthvað upp. Við starfsfólkið fengum að njóta stundarinnar með nemendum og kvöddum þau með söng og söknuði.

Starfsfólk Vesturbæjarskóla