Skip to content

Starfsfólk skal ávallt bera velferð nemenda fyrir brjósti og leggja sig fram um að tryggja nemendum öryggi, vellíðan og vinnufrið til að þeir geti notið skólagöngu sinnar. Starfsfólki ber að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skólastarfi og góðri umgengni.

Viðbrögð við brotum á skólareglum eiga að vera í samræmi við brotið og ávallt skal velja vægasta úrræðið sem er til þess fallið ná fram settu markmiði. Gæta skal jafnræðis og samræmis í viðbrögðum og taka tillit til aðstæðna hvers og eins. Í eineltismálum er farið eftir áætlun Olweusar.