Skip to content

Haustið 2015 var farið af stað með þróunarverkefnið ,,Verum snjöll saman“ í Vesturbæjarskóla. Verkefnið fólst í því að innleiða notkun spjaldtölva í námi og kennslu. Ráðinn var verkefnastjóri sem var kennurum innan handar og veitti ráðgjöf og kennslu í notkun spjaldtölva í skólastarfi. Upplýsinga- og tæknimennt er sífellt að verða stærri þáttur í skólastarfinu og teljum við mikilvægt að  börnin okkar læri að nýta tæknina til að afla upplýsinga og vinna úr þeim á gagnrýninn hátt. Nýttar eru fjölbreyttar kennsluaðferðir og upplýsingatækni notuð sem tæki til náms í öllu skólastarfinu.

Námssviðið upplýsinga- og tæknimennt felur í sér miðlamennt, skólasafnsfræði, tölvunotkun og upplýsinga- og samskiptatækni. Hugtakið upplýsinga- og miðlalæsi má skilgreina sem getuna til að greina hvaða upplýsinga er þörf, leita að þeim og leggja á þær gagnrýnið mat. Þannig auka nemendur þekkingu sýna og nýta með ýmsum miðlum til að ná tilteknu markmiði. Einnig felst í hugtakinu geta til að nálgast og nota upplýsingar í samræmi við siðferðileg viðmið um höfundarétt. Megintilgangur í kennslu upplýsinga- og tæknimennt er að efla upplýsinga- og miðlalæsi nemenda og hjálpa þeim að öðlast almenna, góða tæknifærni og tæknilæsi (Aðalnámskrá grunnskóla).

Hour of code í Vesturbæjarskóla