Um verkefnið Vinafjölskyldur

Við erum þrjár mæður úr skólanum sem stöndum að verkefninu Vinafjölskyldur. Verkefnið er  okkar framlag til þess að auðvelda erlendum börnum við skólann að aðlagast skólasamfélaginu og nánasta umhverfi sem best og vera þannig virkari þátttakendur í skólanum.

Verkefnið Vinafjölskyldur hófst haustið 2008 í Vesturbæjarskóla og náði til fyrstu þriggja bekkjanna. Um vorið 2009 bættist svo fjórði bekkur við. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og nær verkefnið nú á þessu skólaári 2011-2012 til allra bekkja skólans.

Skólaárið 2009-2010 voru 14 erlendar og 16 íslenskar fjölskyldur þátttakendur í verkefninu. Allar þessar  fjölskyldur hafa unnið ómetanlegt starf og eiga mikið hrós skilið.
Meginstarfsemi felst í því að kynna verkefnið í skólanum, mynda tengsl milli fjölskyldna og halda reglulega fundi með öllum fjölskyldum.

Verkefnið hlaut foreldraverðlauna Heimilis og skóla vorið 2010 og hefur tvisvar hlotið styrk úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar. 
Verkefnið hefur verið innleitt í Austurbæjarskóla og hafa fleiri skólar sýnt áhuga á innleiðingu.

http://www.heimiliogskoli.is/media/files/1198892159/HS_timarit_mai2011_lowres.pdf

untitledMaría,Margrét og Sesselja við afhendingu foreldraverlauna Heimilis og skóla

Prenta | Netfang