Skip to content

Vinaleikar 2020

Í vikunni voru vinaleikarnir okkar haldnir í Vesturbæjarskóla. Á vinaleikunum er nemendum skipt í 14 manna lið þvert á árganga og taka þeir þátt í ýmsum þrautum og leikjum. Liðin fengu tækifæri til að hittast og undirbúa sig fyrir stóra daginn í síðustu viku. Nemendur ákváðu nöfn á liðin og bjuggu til söng eða liðskall og myndaðist mikil stemning.

Eins og hefð er fyrir kveiktu nemendur úr 2. bekk á vinaleikaeldinum og í ár voru það Jóhann Karl, Ramóna og Sofia sem fengu það hlutverk.

Þrátt fyrir nokkra dropa voru grillaðar pylsur og allir voru saman í mat og frímínútum og léku sér og dönsuðu.

Mjótt var á munum milli liða en sigurliðið í ár voru Svörtu ninjurnar sem stóðu uppi sem sigurvegarar vinaleikanna 2020 og óskum við þeim innilega til hamingju. Við óskum líka öllum hinum liðunum til hamingju með frábæra keppni og góða skemmtun. Allir fengu að lokum medalíu sem nemendur sjálfir höfðu búið til í vikunni áður.