Skip to content

Vinaleikar Vesturbæjarskóla

Í dag voru okkur árlegu og frábæru Vinaleikar. Liðin hittust í gær í peppinu þar sem þau fengu tækifæri til að velja nafn á liðið, búa til liðssönginn og ákveða búninga. Í dag mættu liðin hress og kát til leiks og tóku þátt í 24 leikjum sem kennarar voru búnir að undirbúa. Nokkur börn í 7. bekk sáu um upphitunina fyrir leikana með dansi úti á skólalóð.  Stöðvarnar voru fjölbreyttar eins og að klifra í köðlum, pútta, giska á þyngd hluta, dans, söngur og flöskuflipp. Í hádeginu voru grillaðar pylsur og allir fengu ís og ávexti í eftirrétt.

Veittar voru sérstakar viðurkenningar fyrir peppaðasta liðið, jákvæðasta liðið, mesta stuðliðið og flottustu búninga. Í ár var það liðið ,,Fljúgandi apar" sem fékk flestu stigin og hampaði Vinaleikabikarnum. Öll börn skólans fengu verðlaunapening sem þau  hafa verið að búa til síðustu vikur. Dagurinn var frábær og skemmtu sér allir vel.