Skip to content

Vinaliðaverkefnið hóf göngu sína í skólanum okkar haustið 2016. Þetta verkefni er norskt að uppruna og er það starfrækt í rúmlega 1000 skólum í Noregi. Vinaliðaverkefnið er einnig starfrækt í Svíþjóð og Danmörku með góðum árangri og stofnendurnir eru þegar byrjaðir að kynna verkefnið í  Þýskalandi og Bretlandi. Á Íslandi hefur Árskóli á Sauðárkróki séð um útbreiðsluna og hafa tæplega 50 grunnskólar, víðs vegar um landið, nú þegar innleitt verkefnið. Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum ýmiss konar í frímínútum og skapa með því betri skólaanda.  Verkefnið er í boði fyrir alla nemendur skólans en vinaliðar eru valdir úr 4.– 7.bekk. Skólinn hefur skrifað undir samning um að hafa verkefnið í a.m.k. þrjú ár.  Aðalmarkmiðið er að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga.

Í Vesturbæjarskóla er íþróttakennari skólans umsjónamaður verkefnisins. Hægt er að lesa meira um verkefnið á heimasíðu Vinaliðaverkefnisins.