Skip to content

Vindasöm vika

Vikan hefur verið nokkuð vindasöm og höfum við þurft að senda nokkra pósta á foreldra vegna viðvarana vegna veðurs. Þá höfum við beðið foreldra um að fylgjast með veðurspá og fylgja börnunum í og úr skóla. Þegar Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins senda frá sér tilkynningar ber okkur að fara eftir þeim skilaboðum og senda áfram á foreldra. Við metum alltaf hvort við getum leyft börnunum að fara út í frímínútur þegar slíkar spár eru en í vikunni hafa börnin oftast fengið að fara út í frímínútur. Við viljum þakka foreldrum góðan skilning og gott samstarf þegar slíkar aðstæður koma upp.